Vændi, smygl og eiturlyfjasala tekin með í þjóðarframleiðslu ESB

Sænska Dagblaðið greinir frá því, að vændi, eiturlyf, sígarettu- og áfengissmygl geri kraftaverk fyrir efnahagstölur Evrópusambandsins. Sérstaklega í löndum með umfangsmikla mafíustarfsemi eins og Ítalíu sem fékk jákvæðar tölur eftir að hafa tekið slíka starfsemi með í útreikning á þjóðarframleiðslu Ítalíu.

prostitution

Ástæðan fyrir þessu efnahagsbata er að tekin hefur verið í notkun ný aðferð til að reikna út verga þjóðarframleiðslu. Samkvæmt nýjum reglum þjóðar- og svæðareiknikerfis (ESA) er vændi, eiturlyfjasala, smygl, vopnasala m.m. nú tekið með við útreikning vergrar þjóðarframleiðslu fyrir einstök ríki. Fyrir Ítalíu gerðu nýju aðferðirnar gæfumuninn og þjóðarframleiðslan jókst á öðrum ársfjórðungi með 0,1% skv. ítölsku hagstofunni ISTAT. Tölurnar þýða, að Ítalía hefur nú unnið bug á kreppunni frá því í ágúst. 

droger 2

Hvorki vændi né eiturlyf eru bönnuð í öllum ESB-ríkjum og til að "sanngirni" sé gætt milli landa sem leyfa slíkt og hinna sem banna vændi og eiturlyf er nú leyft að taka með þessa þætti í tölurnar til að fá "samanaburð". 

Í frjálsri þýðingu þýðir þetta, að heimilt er að reikna með "ólöglegum athöfnum", svörtum mörkuðum og gráum til að bæta ofan á hina löglegu. Ítalía tilkynnti fljótt, að landið myndi taka tölur frá áfengis- og sígarettusmygli með í reikning vergrar þjóðarframleiðslu. Í löndum sem Hollandi og Ungverjalandi, þar sem eiturlyf og vændi eru lögleg er hægt að bæta þjóðarframleiðsluna með tölum um áfengis- og tóbakssmygl ásamt ólöglegri vopnasölu svo einhver dæmi séu nefnd. 

illegal-guns2

Jafnvel í Bretlandi veltir breska hagstofan ONS því fyrir sér að taka með svarta og gráa markaði við útreikning þjóðarframleiðslunnar, sem myndi auka hana um 0,7%.

Þar sem efnahagur Evrópusambandsríkjanna er jafn slæmur og raun er, skiptir að sjálfsögðu sérhver þúsundasti hluti hvers prósentustigs máli í baráttunni fyrir því að sannfæra sjálfan sig og umheiminn um að ástandið sé miklu betra en af er látið. Stjórnmálaleiðtogarnir geta þá alla vega hampað jákvæðum tölum og hitt skiptir minna máli, hvernig þær eru fengnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband