Vörumst Vinstri Vofuna

geir_haarde_avarp_051009Það er afar ánægjulegt að sjá íslenska forráðamenn lýsa í erlendum fjölmiðlum árangri þeirrar stefnu, sem ríkisstjórn Geirs Haarde markaði, þegar bankarnir lögðu upp laupana haustið 2008. Það eru liðin sex ár síðan og þótt skellurinn hafi næstum sett Ísland á höfuðið, sem virtist vera markmið vinstri stjórnarinnar til að þvinga landið á hnjánum inn í Evrópusambandið, þá hefur núverandi ríkisstjórn tekist að skapa hallalaus fjárlög og atvinnuleysi er meðal þess lægsta í allri Evrópu.

Forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur reynst þjóðinni happasæll og stöðugt haldið vörnum uppi fyrir land og þjóð jafnt innanlands sem utan. Forsetinn var á tímaskeiði vinstri stjórnarinnar eini forráðamaður landsins sem talaði jákvætt um Ísland á alþjóðavettvangi. Núna hafa talsmenn ríkisstjórnarinnar bæst í hópinn, sem fær aðgang í erlendum fjölmiðlum og erlend ímynd landsins að lagast. Þótt enn sé töluvert í land með að velta af sér vinstra hlassinu í kjölfar fjármálakreppunnar m.a. með því að lækka skatta, auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja, þá er ríkisstjórnin á réttri leið.

Það er þess virði að staldra við og bera saman raunveruleikann við framtíðarsýnina um "Kúbu norðursins" sem vinstri flokkarnir hótuðu þjóðinni með ef hún hlýddi ekki skipun þeirra að borga Icesave, ganga í ESB og taka upp evru. 

Niðurstaðan er kýrskýr: 3V eða VVV eða Vörumst Vinstri Vofuna


mbl.is Evran hefði ekki gagnast Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gústaf.

Fín grein hjá þér og er ég þér sammála í því áliti þínu að ákveðnir aðilar hafi hreinlega unnið að því að koma hér öllu í kalda kol og verða síðan að þiggja aðild að ESB og það á hnjánum eins og þú segir réttilega.

Þessu lævísu áform eru örugglega enn við lýði og svona til að setja þennan grun minn í eitthvað samhengi, þá væri t.d. hægt að ímynda sér að 200 öflugir Íslendingar yrðu keyptir fyrir 300 milljónir hver og það auðvitað í erlendri mynt til að vinna að verkefninu, en þá væri heildar kostnaðurinn aðeins u.þ.b. 10% af þeim fimm biljónum dollara, sem Victoria Nuland, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna varði að hennar eigin sögn til stuðnings byltingarinnar í Úkraínu sem kom núverandi stjórn að völdum.

Annað smá atriði er ekki alveg nákvæmt í bloggi þínu, en það er sú fullyrðing að einungis vinstrimenn hafi stutt fulla greiðsluábyrgð ICESAVE. Þessir eftirfarandi þingmenn greiddu því nefnilega líka atkvæði sitt:

Bjarni Benediktsson - Ólöf Nordal - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ragnheiður Ríkarðsdóttir - Tryggvi Þór Herbertsson - Jón Gunnarsson - Kristján Þór Júlíusson - Ragnheiður Elín Árnadóttir - Árni Johnsen - Ásbjörn Óttarsson - Einar K. Guðfinnsson

Jónatan Karlsson, 28.9.2014 kl. 13:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleymist ekki stundum að minna á það hverjir stofnuðu til ICESAVE-dellunnar og sögðu að : "Hugsið ykkur hvað það væri gaman ef við gæfum nú í......"!
Græða á daginn og grilla á kvöldin....Markaðurinn hann leiðréttir sig sjálfur! Eiginlega verð ég nú að eigna mér þessa útrás og þennan glæsta árangur að hluta, með því að ég stóð fyrir og hvatti til einkavæðingar bankanna... Ég söng aldrei þenna útrásarsöng og fannst þessi útrás alltaf vera hið mesta furðuverk....Hann ætti nú að fara og lesa fræðin sín eitthvað betur þessi! o.s.frv.

OG SVO ALLAR BÆKURNAR og rannsóknarsýrslan í 9 bindum.

Allt verk kommúnista og vinstri stjórnar!

Hvað sagði ekki hún Eva Joly um væntanleg viðbrögð hægri óargadýranna?

Líklega ekki öll þau spil komin á borðið enn.  

Árni Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 15:04

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir innlegg, hárrétt hjá þér Jónatan og töldu þau að um "betri samning" væri að ræða en Svavarssamninginn. Dómstólsleiðina vildu ekki allir fara sem farin var, þegar EFTA dómstóllinn fríkenndi Ísland frá öllum kröfum Icesaveliðsins og gaf íslensku þjóðinni rétt. Hins vegar vildu þau, sem þú nafngreinir, að landsmenn fengju að kjósa um afstöðuna til ESB sem vinstri stjórnin bannaði í skjóli þingmeirihlutans. Munurinn er því alveg svartur og hvítur (eða rauður og blár) í afstöðu fyrri ríkisstjórnar og þeirrar núverandi til lýðræðisins. Ofan á þetta bætist afstaðan til efnahagsmála, þar sem leið vinstri stjórnarinnar var að ofurskatta landsmenn og sér í lagi sjávarútvegsfyrirtæki. Vnstri umsókn að ESB ræður enn ríkjum og þrátt fyrir mörg og fögur orð núverandi ríkisstjórnar virðist hún staðfesta aðildarumsóknina. Greinilegt að ESB sinnar bíða færis að fá nýtt tækifæri að slá til með lúmskum hætti þegar minnst varir. Ríkisstjórnin á - ef hún vill sýna orðum sínum fylgni í verki varðandi ESB - að afturkalla/gera aðildarumsókn vinstri stjórnarinnar opinberlega ómerka.

Góð áminning Árni um þá seku enda hafa sumir þeirra fengið dóma þótt höfuðpaurinn gangi enn laus. Sérstakur hefur haft í ströngu að snúast.

Gústaf Adolf Skúlason, 28.9.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband