Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að banna orkumiklar hárþurrkur....

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.15

 

 

 

 

 

 

Undir fyrirsögninni "Detti allar lýs dauðar, ESB ætlar að  banna orkumiklar hárþurrkur, að ekki sé nú minnst á hraðsuðukatla, straujárn og brauðristar...hérna er sönnunin að þetta er brjálæði" segir Daily Mail frá niðurstöðum athugunar þriggja barna móðir á orkunotkun tækjanna. Sem kunnugt er áætlar ESB orkusparnað með því að þvinga framleiðslu daglegra rafmagnsvara í "sparneytnari" afurðir. En Helen Carell kemst að hinu gagnstæða: Orkuminni tæki þurfa lengri tíma en orkumeiri til að ná sama árangri og draga oft meiri straum en þau sem eru orkumeiri. Þegar lengri tími er reiknaður og lagður saman við "orkusparnaðinn" verður útkoman tap fyrir neytandann.

Daily Mail skrivar: "Eftir að hafa bannað sölu á sterkustu ryksugunum snúa búrókratarnir í Brussel sér að öðrum heimilstækjum. Allt að 30 tegundir af tækjum í notkun á svæðinu eru nú í hættu þ.á.m. brauðristar, hárþurrkur, garðsláttuvélar og skrifarar. Ef tillögurnar verða að veruleika segja sérfræðingar að hægt verði að minnka orkunotkun um þriðjung. Mundum við taka eftir mismuninum? Þriggja barna móðirin Helen Carroll prófaði tækin sem eru í hættu og bar saman þau orkumestu við samskonar tæki með þriðjungi minni kraft. Hún notaði öll tækin á hámarksafli og reiknaði út tímann og orkuna (wött) sem voru notuð."

Niðurstöður Helenar eru sláandi:

Háþurrkur: Remington Professional Silk 2,400 wött í samanburði við Wahl MaxPro 1,600 wött. Hún notaði báðar til að þurrka sitt eigið hár, sem hún segir að sé mjög þykkt. Með orkumeiri hárþurrkunni tók það 9 mínútur og 50 sekúndur að þurrka hárið og orkan var 0,4 kWh. Með þeirri orkuminni liðu 13 mínútur og 6 sekúndur þar til hárið var þurrt og orkunotkunin var 0,34 kWh.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.29

Straujárn: Philips PerfectCare Xpress 2,400 wött og Swan S130100N 1,800 wött. Helen straujaði þrjár skyrtur eiginmannsins og með orkumeira straujárninu tók það 8 mín. 2 sek. en 12 mín. og 16 sek. með orkuminna straujárninu. Orkuminna straujárnið notaði 0,05 kWh meiri straum vegna lengri tíma. Þegar tekið er tillit til mikils þvotts hjá t.d. barnafjölskyldum margfaldast orkunotkunin og verður bæði tímafrekara og dýrara með þvingandi "orkusparnaði" ESB.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.36

Brauðristar: Russell Hobbs Buckingham 1,300 wött og Russell Hobbs Ebony 1,000 wött. Það tók 2 mín og 48 sek lengri tíma að rista brauðið í orkuminni brauðristinni sem notaði 0,023 fleiri kWh en sú orkumeiri til að rista tvær brauðsneiðar. Helen lýsir því, að það sé mikill munur á 4 og hálfri mínútu og 7 mínútum og 16 sek á morgnana með krakkana við morgunverðarborðið og allir að flýta sér í skóla og vinnu.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.41

Skrifarar: HP Photosmart 6520e 18 wött og HP Photosmart 5520 15 wött. Sá fyrri prentaði 20 síður á 3 mín og 51 sekúndu og sá síðari 20 síður á 8 mín og 54 sek sem gera 5 mín 3 sek lengri tíma. Orkunotkun orkuminni skrifarans var 50% meiri en þess orkufrekari vegna lengri tíma eða 0,002kWh á móti 0,001kWh.

Skärmavbild 2014-09-14 kl. 00.00.44

Hraðsuðukatlar: Russell Hobbs Buckingham 3,000 wött og Russel Hobbs Chester 2,000 wött. Tók 41 sek lengri tíma að sjóða vatn í þeim orkuminni sem notaði aðeins 0,007 kWh minni orku en sá fljótari. 

Helen bar einnig saman ávaxta- og grænmetispressu og garðsláttuvélar með svipuðum niðurstöðum. 

Búrókratarnir mala kvarnir sínar áfram og bráðum verðum við að bíða eftir því að vatnið sjóði á katlinum, brauðið verði ristað og hárið þurrt, skrifarinn skrifi út blöðin o.s.frv. Búrókrötum er náttúrulega fyrirmunað að taka tímann með í reikninginn, þeir eru þeir síðustu á jörðinni sem þurfa að hafa áhyggjur af tímanum, því ef tíminn verður vandamál er bara nýjum búrókrötum bætt í hópinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

:::Og ekki af hárinu,flestir hárlausir.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2014 kl. 00:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er verið að umturna lífi fólks með þessum aðgerðum. En bjúrókrötunum stendur slétt á sama, því það er búið að skaffa þeim vinnu.

Ragnhildur Kolka, 14.9.2014 kl. 09:16

3 Smámynd: Elle_

Þeir bönnuðu banana og tómata sem voru víst of litlir og of stórir eða eitthvað gáfulegt.  Þeim varð að sturta heilum í sorphauga.  Þeir bönnuðu Cheerios, þar voru víst vítamín.  Þeir bönnuðu venjulegar glóperur og völdu kvikasilfurperur fyrir lýðinn.  

Elle_, 14.9.2014 kl. 10:30

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þurfum við her að fara eftir þessari þvælu- höfum við ekki nóg af rugludöllum sjálf ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.9.2014 kl. 13:41

5 Smámynd: Elle_

Hvað veldur annars að stjórnmálamenn okkar hlýddu þessu með glóperurnar?  Kom það EES-samningnum við, vitið þið það?  Við erum ekki í þessu sambandi og kusum þetta fólk ekki og óþarfi að vera að taka við rakalausum skipunum þaðan. 

Elle_, 14.9.2014 kl. 17:07

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

þakka ykkur mætu meyjar fyrir góðar athugasemdir, sem ég er fyllilega sammála. Líf búrókrata er greinilega í öðrum flokki en venjulegs fólks og þörfum búrókrata forgangsraðað. Oft eru breytingar krafna um umhverfishæfni, orkunotkun o.s.frv. komið frá stórum alþjóðafyrirtækjum sem með nýjum reglum losa sig við marga keppinauta frá markaðinum. Íslandi ber engin skylda að hlýða öllum tillögum ESB vegna verunnar í EES og búrókratar finnast á fleiri stöðum en í Brussel....

Gústaf Adolf Skúlason, 14.9.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband