Kristnir rísa upp í Svíþjóð

10553354_684407398280477_8445073183355487871_n

Um tvöleytið söfnuðust kristnir innflytjendur frá Írak og Sýrlandi ásamt mörgum öðrum kristnum til fundar á Meðborgartorginu í Stokkhólmi til að vekja athygli á þeirri helför sem hryðjuverkasveitir IS stunda gegn kristnum í Írak og Sýrlandi. Í Írak hafa IS menn m.a. eyðilagt eina elstu kirkju heims í borginni Mosul. Menntamálaráðherra Svía, Jan Björklund sagði í ávarpi til viðstaddra, að "kirkjuklukkur Mósúlborgar sem hljómað hafa í meira en 1700 ár eru þagnaðar." Sænska sjónvarpið greindi frá því í kvöld, að fjöldi kristinna bæði konur og börn hefðu nýlega verið myrt á þann hátt að vera grafin lifandi í fjöldagröfum við borgina Sincar í norðvesturhluta Íraks nálagt landamærum Sýrlands.

IMG_2922

Skelfilegar sögur um hrottaleg morð á kristnum allt niður í ungabörn berast til vesturlanda frá Írak t.d. ganga sögur um að ungabörn kristinna hafi verið afhöfðuð og höfuðin sett á stangir á torgi eins bæjarins öðrum til viðvörununar. Áður hafa frásagnir og myndir af sérstökum sláturhúsum til að slátra kristnu fólki og aflima það borist gegnum netið. Hryðjuverkamenn IS eða Islamska ríkisins flæma kristna á skipulegan hátt úr ríkinu. Mála þeir arabíska bókstafinn N, sem stendur fyrir Nasaré á dyr kristinna, þar sem Jesús kom frá Nasaret. Er kristnum gefinn sá valkostur að kasta trú sinni og játast Islam og gerast múslimir eða verða slátrað. Mörg myndbönd á netinu sýna þvílíkar viðbjóðslegar hrottaaftökur og kvalafullan dauða fórnarlambanna að minnir á gjörninga djöfulsins þar sem mesta ánægjan virðist fólgin í yfirveguðum, langdregnum hámarkspyndingum. Viðbjóðurinn er slíkur að engin orð ná yfir hann og ef einungis einn þúsundasti af raunveruleikanum kemst til skila dugir það til að jafnvel harðsnúnustu mönnum verður flökurt. 

IMG_2899IMG_2882

Ein kona sagði við okkur hjónin: "Engin trúarbrögð eiga að hafa rétt að ráða yfir lífi og dauða þeirra sem velja að trúa á annað. Múslimir hafa engin völd né rétt til að slátra kristnum, sem ekki vilja gerast múslímskir. Þeir segja um norrænar þjóðir með liggjandi kross í fánum sínum að þeir munu troða krossinn í svaðið og skrifa á fánana í staðinn: Allah er mikill."

IMG_2912

 

 

 

 

 

  

 

 

Margir fundargesta báru krossa, ómálaða trékrossa, svarta krossa eða krossa í liti blóðsins. Fólki er brugðið, að fjölmiðlar segja mest frá Ísrael og Gaza en virðast hafa gleymt öllum þeim fjölda sem hefur verið hrakinn á flótta, myrtir og eru innilokaðir og að deyja í vosbúð fyrir það eitt að trúa á Jesús Krist.

Þeir sem ég ræddi við efuðust um að sprengjuárásir Bandaríkjamanna kæmu raunverulega að notum. Fundurinn beindi þeim tilmælum til sænsku ríkisstjórnarinnar, ESB og Sameinuðu þjóðanna að grípa þegar til aðgerða til að hindra frekari framgang Íslamska ríkisins og veita kristnu flóttafólki skjól og aðhlynningu.

IMG_2908

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef það á tilfinningunni, að helförin gegn kristnum eigi eftir að breiðast út. IS eru efnameiri samtök í dag en talibanarnir voru eftir herföng og yfirtöku borga í Írak. Öfgaminnihlutahópar geta haft örlög heildarinnar í hendi sér ef fólk rís ekki upp í tæka tíð og stöðvar þessa helför gegn kristnum. 

 


mbl.is 20.000 hafa komist af Sinjar-fjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð samantekt hjá þér, Gústaf, um hrikalega atburði í samtímanum.

Það er fagnaðarefni að þetta fólk hafði svona kröftugan mótmælafund, nýbúar og flóttamenn frá Mið-Austurlöndum og kristnir og ábyrgir Svíar.

Hafðu heilar þakkir fyrir þetta.

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 03:02

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Jón, ég mun segja meira frá þessu á Útvarpi Sögu einhvern morguninn en það var bæði átakanlegt að sjá fólkið með alla krossana og samtímis gleðilegt að fólk hittist til að sýna samstöðu með ofsóttu kristnu fólki Írak og Sýrlandi. Margir hér eiga ættingja í Írak sögðu þeir fundarmenn, sem ég talaði við. Sænska sjónvarpið sagði að þúsundir hefðu verið á fundinum, þeir sem skipulögðu fundinn sögðu 10 þúsund.

Gústaf Adolf Skúlason, 11.8.2014 kl. 09:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband