Framkvæmdastjórn ESB lifir á annarri plánetu. Aðildargjöld Breta meira en þrefaldast á tíu árum.

dreamstime_s_32174390

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar ríkisstjórnir aðildaríkja ESB eru æfareiðar Framkvæmdastjórn ESB fyrir að krefjast 3,8 miljarða punda aukafjárveitingar frá aðildarríkjunum til að bæta við eyðslufjárlög sambandsins. Hálf miljarð punda eiga Bretar að reiða fram aukalega og telja þeir Framkvæmdastjórnina tæma vasa kjósenda eftir nýlegar kosningar, þar sem ímynd ESB beið álitshnekki. Frá þessu greinir breska Telegraph.

Evrópskur diplómat sagði það vera "gáfulegt að mæta áhyggjum kjósenda í Evrópu með því að biðja þá um meiri peninga. Framkvæmdastjórnin hlýtur að lifa á annarri plánetu fyrst hún telur að leiðin til að ná sambandi við fólk sé að tæma peningaveski þeirra."

David Cameron forsætisráðherra Breta ásakaði Framkvæmdastjórnina í Brussel fyrir að vera "of stóra, of ráðríka og of afskiptasama." Fulltrúi bresku ríkisstjórnarinnar sagði "Á sama tíma og ríki Evrópu taka erfiðar ákvarðanir vegna fjárlagahalla ætti Framkvæmdastjórn ESB ekki að vera að biðja skattgreiðendur um meiri peninga."

Bretar hafa þurft að horfa upp á aðildargjöld til ESB meira en þrefaldast síðasta áratuginn frá 2,9 miljörðum punda árið 2002 upp í 9,5 miljarði punda 2012. 

Ríkisstjórnir Austurríkis, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Þýzkalands, Svíþjóðar, Hollands og Bretlands hafa skrifað bréf til Framkvæmdastjórnar ESB og mótmælt aukafjárlögunum. Framkvæmdastjórnin segir að aðildarríkin hafi beðið um aukaaðgerðir "og slíkt krefst aukafjár."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Framlag íslenskra skattgreiðenda í þróunaraðstoð til ESB hækkaði sextánfalt milli árana 2009 og 2010, úr 88 milljónum í 1.493 milljónir. Þetta var gert á sama tíma og vinstri ESB stjórnin hafði ekki efni á að kaupa lífsnauðsynleg lækningatæki fyrir Landspítalann.

Eggert Sigurbergsson, 4.6.2014 kl. 18:16

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Eggert og kærar þakkir fyrir upplýsingarnar. Sést vel á þessu, hvaða verkefni vinstri stjórnin lagði áherslu á, ég hafði enga hugmynd um þessa sextánföldun, slær ábyggilega flest annað.

Gústaf Adolf Skúlason, 4.6.2014 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband