Rússland segir hættuástand skapast ef Svíþjóð og Finnland ganga með í NATO

sauliniinisto

 

 

 

 

 

 

Það mundi skapa “hættulega, neikvæða þróun” ef Svíþjóð og Finnland ganga með í Nató segir utanríkisráðuneyti Rússlands í yfirlýsingu laugardaginn 31. maí. Yfirlýsingin kom bara nokkrum tímum eftir að Sauli Niinistö Finnlandsforseti sagði í finnska sjónvarpinu að “ef spurningin kemur upp verður þjóðaratkvæðagreiðsla á borðinu” og bætti því við, að “núna er kominn tími fyrir Finna að hefja víðar umræður um málið án takmarkana.”

“Við verðum að íhuga, hvernig finnsk Nató-þáttaka kemur út frá rússnesku sjónarhorni og hvaða aðgerðir Rússar mundu grípa til ef við göngum með,” sagði Niinistö í sjónvarpinu.

Síðastliðinn föstudag hittust aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Vladimir Titov og sendiherrar Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Danmerkur, Íslands, Eistlands, Lettlands og Litháen í Helsinki. Rússneska utanríkisráðuneytið segir, að “venjulega einkennist ástandið á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum af lítilli hernaðarlegri eða stjórnmálalegri spennu” en “Rússland ábyrgist að vernda landsmenn sína og menningu” sérstaklega í Eystrarsaltslöndunum”. Sænsk eða finnsk aðild að Nato mundi skapa “hættulega, neikvæða þróun” á svæðinu.

Forsætisráðherra Rússa, Dimitríj Medvedev sagði fyrir ári síðan að “nýir Natómeðlimir við landamæri Rússlands myndu breyta valdahlutföllum og neyða okkur að bregðast við og svara því.”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússar muna enn vel síðasta stóra þjóðarharmleik Rússlands, sem varð 1941 eftir að búið var að safna öllum nágrannaþjóðum þeirra frá Svartahafi til Íshafsins í eina raunverulega hernaðarblokk.

Þessa sálfræðilegu og eðlilegu staðreynd verða vestrænar þjóðir að hafa í huga áður en farið er út í eitthvað sem líkist því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Sovétríkin 1941.  

Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 00:22

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Aukin hernaðarspenna og stjórnmálaspenna á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum er vegna hernaðaruppbyggingar Rússa, sem eru að byggja upp einn stærsta her veraldar útbúinn kjarnorkuvopnum sem geta tortímt Evrópu á skömmum tíma. Þeir eru nýbúnir að stofna Euroasíusambandið og hernaðarútþenslustefna þeirra að ráðast inn og hrifsa Krím og koma af stað styrjöld í Úkraínu hefur gjörbreytt stöðu varnarmála fyrir Vesturlönd. T.d. í fyrra æfðu rússneskar herflugvélar útbúnar kjarnaoddum árásir á Stokkhólm og Gotlandseyjar.

Tal Rússa um að "vernda eigin ríkisborgara" í öðrum löndum túlka margir sem að Rússar áskilji sér réttinn að ráðast á önnur ríki með sömu aðferðum og gegn Úkraínu. Engin afsökun fyrir hegðun Rússa núna, að Hitler réðst á Rússland 1941. Sem betur fer hefur enn enginn nýr Hitler komið fram í Evrópu, hvað sem seinna kann að verða, svo samanburður við nazismann og útþenslustefnu Hitlers 1941 væri frekar að bera saman við hernaðar- og útþenslustefnu Rússlands og Pútíns 2014.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.6.2014 kl. 06:42

3 Smámynd: Ármann Birgisson

Má ekki alveg eins snúa þessu við Gústaf og segja að Rússar þurfi að byggja upp sinn her vegna hernaðaruppbyggingu vesturveldanna? Af hverju ættu Evrasíuríkin ekki að vera í fullum rétti með hernaðaruppbyggingu eins og vesturveldin og taktu eftir afskiftasemi  Ameríkana  í Úkraínu, þeir hafa ekki enn gefið það út sjálfir hvað þeir hyggjast fyrir þar. Rússar tóku Krím til að tapa ekki herstöðinni í Sevastopol og um leið voru íbúar Krím að langstærstum hluta ánægðir með innlimunina. Obama veit upp á sig mistökin að rétta Rússum Krím á silfurfati með afskiftum sínum í Úkraínu. Þetta er misskilningur að Rússar hafi komið af stað styrjöld í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar eru langmest heimamenn Rússnesk ættaðir sem vilja að austursýslurnar þrjár Kharkov, Lúgansk og Donétsk verði verði sjálfstjórnarhérað innan Úkraínu en margir vilja líka að svæðið sameinist Rússlandi. Í öll þau skifti sem ég hef verið í austur Úkraínu þá hefur þetta verið umtalað að skifta landinu í tvo hluta. Margir vildu fjarlægja norður og austurlandamærin og innlima enn stærri hluta Úkraínu inn í Rússland. Stjórnin í Kíev vill ekki að austursýslurnar sameinist Rússlandi því að þar er mesti iðnaður Úkraínu.

Ármann Birgisson, 1.6.2014 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband