Rússneskar úrvalshersveitir á Krím miklu fyrr en áður var vitað

Skärmavbild 2014-04-20 kl. 22.18.17

 

 

 

 

 

 

Nýtt myndband, sem talið er koma frá rússneska hernum og sýnir rússneskar sérsveitir m.a. taka byggingar úkraínska sjóhersins og neðanjarðarloftvarnarmiðstöð, er frá 22. febrúar, þ.e.a.s. áður en Janukóvýtj forseti flúði frá Úkraínu.

Sænski hernaðarsérfræðingurinn Lars Gyllenhaal, sem hefur skrifað bókina Rússneskar úrvalssveitir, telur að myndböndin geti verið þau fyrstu frá beinum hernaðaraðgerðum, sem rússneska sérsveitin SSO hefur gert. SSO samanstendur av úrvalshermönnum frá ýmsum deildum úrvalssveita Spetsnaz. Hlutar myndbandsins eru filmaðir af einstaklingum, sem tóku þátt í aðgerðunum t. d. við yfirtöku Belbek loftvarnarstöðvarinnar. 

Myndbandið heitir “Greinargerð um niðurstöður verkefnis fyrir einingu nr. 0900 á tímabilinu 22. febrúar til 28. mars á AR landsvæði Krím.” AR stendur fyrir autonom republik eða sjálfstætt lýðveldi. Lars Gyllenhaal telur dagsetninguna 22. febrúar vera athyglisverða fyrir þá sök, að fyrst daginn eftir hófust mótmælaaðgerðir aðskilnaðarsinna. Myndbandið greinir frá því, að viðkomandi sérsveit rússneska hersins byrjaði að “leysa verkefnið” daginn áður.

“Við í vestri höfum talið að Rússar hafi fyrst sýnt viðbrögð eftir að mótmæli brutust út á Krím. En hér kemur fram, að Rússar hófu aðgerðir sínar þegar þann 22. febrúar. Og þá hefur skipulagningin hafist þó nokkrum dögum áður.”

Lars Gyllenhaal telur myndina að öllum líkindum ekta jafnvel þótt erfitt sé að sannreyna dagsetningar. Líklega hafa Rússar sjálfir lekið myndinni á netið, sem vakið hefur aðdáun og umtal á félagsmiðlum þeirra. Upphafshljóðið er tekið burtu og músík lögð inn í staðinn. Hann telur að nýmynduð sérsveit rússneska hersins SSO frá úrvalssveitum Spetsnaz hafi tekið myndina:

“Þetta hlýtur að vera fyrsta alvöru verk þeirra.”

Endursagt að hluta eftir grein Mikaelu Åkerman Sænska dagblaðinu.

Gústaf Adolf Skúlason

 


mbl.is Skutu á úkraínska herflugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband