Orð á blaði gagnslaus ef ekki fylgt eftir í verki

Skärmavbild 2014-04-17 kl. 23.22.14

Utanríkisráðherra USA, John Kerry, sagði að loknum samningafundi USA, ESB, Rússlands og Úkraínu á skírdag í Genf:

“Við gerðum samkomulag í dag um að:

– allir ólöglega vopnaðir hópar verða að láta vopnin af hendi

– allar ólöglega teknar byggingar verði afhentar réttmætum eigendum sínum aftur

– allar ólöglega teknar götur, torg og opinberir staðir í úkraínskum borgum verði útrýmdar

Vinna dagsins hefur leitt til markmiða og verkefna og orða á pappír. Við erum þau fyrstu til að skilja og viðurkenna að orðin á pappírnum öðlast aðeins merkingu með þeim aðgerðum, sem fylgja í kjölfarið. Ég gerði Lavrov það ljóst, að ef við höfum ekki séð árangur um framkvæmd markmiðanna við næstu vikulok, þá eigum við engan annan kost en að láta Rússland borga enn hærra verð. ”

Samkvæmt frétt sænska sjónsvarpsins um samkomulagið eiga þeir sem afhenda vopnin að fá sakaruppgjöf. Öryggisstofnunin ÖSE fær höfuðhlutverk að fylgjast með framkvæmd samningsins sem jafnframt felur í sér að ríkisstjórn Úkraínu verður að breyta stjórnarskrá Úkraínu fyrir auknu sjálfstæði héraða landsins.

Vladímír Pútín forseti Rússlands sagði í fyrirspurnartíma rússneska sjónvarpsins fyrir Genfarfundinn, að fullyrðingar um rússneska hermenn í Úkraínu væri della og minnti samtímis á, að hann hefði úrskurð þingsins til að beita hernum gegn Úkraínu: “Ég vonast til að þurfa ekki að notfæra mér þennan rétt.” Hann viðurkenndi að rússneskir hermenn hefðu verið til staðar á Krímskaga áður en Krím var innlimað í Rússland.

Í kvöld berast fréttir frá Úkraínu um mótmælagöngur til að sameina Úkraínu þ.e.a.s. gegn aðskilnaðarsinnum en mikill meirihluti íbúa Austur-Úkraínu vilja ekki ganga Rússlandi á hönd en vilja sjálfstæða Úkraínu. Í Kramatorsk tókst lögreglu að stöðva Rússavini frá því að hindra slíka mótmælagöngu daginn fyrir skírdag en í annarri borg urðu mótmælendur að aflýsa göngu vegna hótana aðskilnaðarsinna. Elín Jönsson fréttakona sænska sjónvarpsins sagði í viðtali í kvöld, að það færi eftir því hverjir réðu yfir vopnuðum hópum, sem tekið hafa opinberar byggingar í a.m.k. tíu borgum í Austur-Úkraínu, hvernig gengi að framfylgja ákvæðum skírdagssamningsins. Þar sem Rússar réðu reyndi á raunverulegan vilja þeirra til að gefa eftir vopn, byggingar og svæði. Þar sem Úkraínubúar réðu reyndi á traust þeirra til stjórnarinnar í Kænugarði. Elín vildi meina að slíkt traust væri ekki til staðar. “Kröfur hafa komið frá aðskilnaðarsinnum um að stjórnin í Kíev leggi niður vopnin áður en aðskilnaðarsinnar skili sínum vopnum.” 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf Adolf - sem jafnan og fyrri / sem og aðrir gestir þínir !

Austurlönd (þmt. Rússlands hluti þeirra / austan Úralfjalla - sem vestan) svo og Suðurlönd og Norðurlönd (Norðurlönd sýnu seinni að gera sér grein fyrir svigurmælum Bandaríkjanna og ESB gegnum tíðina - reyndar) - skyldu gjalda varhug miklum við kumpánlegheitum og falsi Kerru stráksins Jóns (John´s Kerry) svo og Ashton ''utanríkismálastjóra'' Merkel:: og þeirra Barrosó´s - fornvinur góður.

Það - ættir þú líka að íhuga Gústaf minn.

Furðulegt - hversu afdráttarlaust / þú sverð þig til fóstbræðralags við þetta hyski (í Washington og Brussel - Berlín) - sem hefir sér það til helztu dægrastyttingar að sálga óvopnuðu fólki í Mið- Austurlöndum og Mið- Asíu með Drónum sínum / undir yfirskini frelsis og baráttu gegn hryðjuverkum - upp á hvern einasta dag ársins.

Fremur snautlegur klúbbur - sem þú hefir bundið trúss þitt við - gamli baráttufélagi.

Rifjaðu upp - fyrir sjálfum þér og öðrum ''hetjulegan'' viðskilnað Bandaríkjamanna við Víetnama / undir lok stríðsins þar árið 1975 - og hversu MAKLEGA þessir And skotar voru auðmýktir og afgreiddir STORKOSTLEGA - af Norður- Víetnömum og Víet- Cong skæruliðum Gústaf minn - til dæmis.

Bandaríkin - Evrópusambandið (þorri þess) - Ísrael og nokkur Múhameðstrúar ríkjanna eru Heimsfriðnum hættulegast ir þessi misserin - aðrir ekki Gústaf Adolf !

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 00:01

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vandamál fyrrum ríkja undir stjórn Kremlar, er spilling. Því spilling er aðalsmerki Kommunista.  Það er ekkert einfalt að bjarga ríkjum útúr þessháttar kjánaskap.     

Hrólfur Þ Hraundal, 18.4.2014 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband