Sorglegt ástand versnar - Úkraína á barmi borgarastyrjaldar

7aeea7fb-df1e-4e53-86ed-66f1609ffa9b

 

 

 

 

Á heimasíðu sænska sjónvarpsins er bein útsending frá Sjálfstæðistorginu í Kíev ásamt stöðugum fréttauppfærslum. Birti hér nýjustu myndir frá síðunni eftir ofbeldi í dag, þar sem skörpum skotum hefur verið hleypt af á báða bóga að því er virðist. Morðin gerast á sama tíma og utanríkisráðherrar Frakklands, Þýzkalands og Póllands funda með Janukovytjs forseta Úkraínu. Sjúkrabílar eru á þönum að flytja særða og látna.

Borgarstjóri Kíev Volodymyr Makejenko hefur sagt sig úr stjórnarflokknum og mótmælt blóðbaðinu: "Atburðir dagsins eru sorgleikur allra Úkraínubúa. Líf fólks verður að vera æðsta markmiðið og ekkert á að líða sem víkur af þeirri reglu."

46fc090c-5a83-4010-919e-85185066cf0c

 Mótmælendur sýna skothylsur, sem þeir segja að séu eftir vopn öryggissveita lögreglunnar. Talað er um leyniskyttur á húsþökum, sem skjóti á fólk en fréttamaður sænska sjónvarpsins Bert Sundström segir að hann dragi í efa að leynniskyttur hafi verið á húsþaki hótelsins Ukraína, þar sem hann hafi ekki heyrt nein skot þaðan en hins vegar þá hafi verið skotið á hótelið frá þeirri hlið sem snýr frá torginu.

Frétt er um að 60 lögreglumenn hafi verið teknir til fanga av mótmælendum og séu læstir inni á opinberu orkufyrirtæki í grennd við ráðhús Kíev. Innaríkisráðuneytið biður alla um að vera innandyra "eftir vopnað reiðiástand fólks." Fr-ettir hafa borist frá vestur Úkraínu sem segja að á fleiri stöðum hafi lögreglumenn gengið í lið með mótmælendum og á sumum stöðum hafi mótmælendur tekið lögreglumenn til fanga og afvopnað þá.

ESB fundar og ræðir refsiaðgerðir gegn sitjandi forseta og valdaaðilum í kringum hann. Hann var besti vinur ESB þar til í nóvember s.l. þegar hann valdi frekar fjárhagssamning við Pútín í stað þess að skrifa á viðskiptasamning við ESB. Þegar Viktor Janúkóvýtjs varð forseti Úkraínu stóðu leiðtogar vesturlanda í biðröð til að óska honum til hamingju með kosningasigurinn og vingast við hann. Ein af kröfum ESB er að yfirvöld Úkraínu leysi fyrrum forsætisráðherra landsins Julia Tymosjenko úr haldi "vegna tæknigalla í réttarfari landsins." Sú krafa heyrist ekki frá mótmælendum. Júlía Týmósjenkó var áður forsætisráðherra landsins og inndregin í mútuhneyksli gasfyrirtækis Úkraínu. Hún var m.a. eftirlýst af Rússlandi fyrir að hafa mútað Rússum og að lokum dæmd í 7 ára fangelsi fyrir fjármálaspillingu. Hún vill að Úkraína þróist í átt til ESB. 

4c8de232-48d0-4f64-9656-6231d4e666f5

Það er sorglegt að sjá, hvernig úkráínskur almenningur dregst enn á ný í valdatafl stórvelda í austri og vestri. Núna með ESB sem er á ýmsan hátt á leiðinni lengra austur en Sovét Pútíns er staðsett í dag.

Fréttamaður sænska sjónvarpsins telur að nú geti allt gerst, því búið sé að fara yfir strikið í valdbeitingu, báðar hliðar kenna hvorum öðrum um og vopnin eru látin tala. 


mbl.is Hótelum breytt í líkhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband