Atvinnan mikilvægust í komandi kosningum í Svíþjóð

Friðrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar og Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar skrifuðu í grein, sem birtist í Expressen aðfangadag jóla, að atvinnumálin séu mikilvægust fyrir Svíþjóð í nálægustu framtíð. 

skaermavbild_2013-12-28_kl._04.18

"Veik batamerki umheimsins eru engin lyftistöng fyrir sænskt efnahagslíf. Samt sem áður þróast vinnumarkaðurinn betur en búist var við og störfum fjölgar. Eftirspurn innanlands leiðir hagvöxtinn. Blanda kerfisumbóta og hvetjandi aðgerða, sem framkvæmdar hafa verið í krísunni, hafa heppnast vel. Að leiða Svíþjóð með hallalausum fjárlögum, halda áfram umbótum vinnumarkaðsins ásamt mikilvægum framkvæmdum á sviði þekkingar eru þrjú mikilvægustu framtíðarverkefnin samtímis sem þörf hvetjandi aðgerða minnkar á næsta ári, þegar búast má við að batinn verði meiri og skilmerkilegri.

Svíþjóð hefur sýnt meiri viðspyrnukraft gegn kreppunni en flest önnur sambærileg lönd. Yfir 200 þúsund fleiri vinna í dag og þeim, sem eru fyrir utan vinnumarkaðinn hefur fækkað um 200 þúsund miðað við 2006. Svíþjóð er meðal þeirra ríkja, er hafa hvað sterkustu opinber fjárlög með litlum taprekstri og lágum skuldum.

Með mótsvarandi helmingi þjóðartekna af útflutningi höfum við engu að síður þurft að þola langdregna efnahagslægð. Áframhaldandi veik eftirspurn og aukin samkeppni frá löndum með stækkandi efnahag skapar þrýsting á stjórnmálin. Stærsta málefni Svíþjóðar er stuðningur við atvinnuuppbygginguna. Í takt með minnkandi þörf á hvetjandi aðgerðum, þegar efnahagurinn réttir smám saman úr kútnum, er mikilvægt að halda áfram að styðja við atvinnulífið og mennta börn og ungmenni fyrir kröfuharðan vinnumarkaðinn."

Seinna í greininni skrifa ráðherrarnir: "Þegar vinnumarkaðurinn tekur núna betur við sér en fyrri spár fjármálaráðuneytisins gerðu ráð fyrir, er mikilvægt að atvinnuumbæturnar verði ekki rifnar upp heldur að áfram verði hlúð að atvinnulífinu. Þar sem Sósíaldemókratarnir leggja til umtalsverðar skattahækkanir á laun og fyrirtæki til að fjármagna stóraukið bótakerfi, þá eru þetta mikilvægustu skilin í sænskri pólitík."

"Verkefnin eru mörg og kröfurnar skýrar um ábyrgðafulla stjórnmálastefnu. Það sýnir sig einna skýrast í aukningu starfa, þrátt fyrir kreppuna. Núna standa yfir sögulegar framfarir í samgöngumálum og íbúðarbyggingar hafa aukist. Það skilar sér í fleiri störfum og betri vinnumarkaði. Aðhald í fjármálum, áframhaldandi umbætur fyrir atvinnulífið og fjárfesting í hugviti eru skref fyrir skref í áttina til betri Svíþjóðar. Núna er enginn tími til að snúa af braut til baka til gömlu stjórnmálastefnunnar sem leiddi til geysilegrar einangrunar frá vinnumarkaðinum og er í grundvallaratriðum uppfull af átökum. Atvinnumálin og hæfileikinn að taka ábyrgð á þróun Svíþjóðar munu ráða úrslitum kosninganna."

Alla greinina má lesa á sænsku hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband