What does Obama care?

ska_776_rmavbild_2013-10-07_kl_01_10_14.pngÉg kom ekki að á tilsettum tíma að svara athugasemd Tryggva Thayer en geri það hér með, byrja á því að upplýsa um Gallup könnun í sumar um Obamacare, þar sem 42% Bandaríkjamanna telur að heilsugæslulögin muni til lengri tíma gera heilbrigðisstöðu fjölskyldna þeirra verri en hún er í dag, 22% töldu að staðan yrði betri. Rúmur helmingur taldi, að Affordable Care Act sem kallast í daglegu tali Obamacare, myndi gera stöðu heilsumála verri í Bandaríkjunum.

Kostnaðarbreytingar eftir fylkjum

costperfamily.png

Athugasemdir Tryggva eru númeraðar, svör mín eru undir.

1. Staðan sem uppi er núna er þingmál - það er verk þingmanna að leysa það, ekki forseta.

Svar:  Ef málið væri svo einfalt. Því miður hefur Hvíta húsið og forsetinn persónulega fiktað með lögin eftir niðurstöður Supreme Court 28.júní 2012  án aðkomu Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið gagnrýnt sem ólöglegt athæfi og brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Persónuleg afskipti forsetans sýna sig líka í athöfnum hans eins og t.d. að aflýsa fundum erlendis til að leiða smekklausar árásir á Repúblikana á heimaplani.

2. Af hverju ættu demókratar að semja núna um breytingar á því sem er löngu búið að semja um? Heilbrigðislögin sem Repúblíkanar eru að gera veður út af eru afrakstur samkomulags sem náðist á sínum tíma. Af hverju ættu Demókratar að samþykkja nýtt samkomulag um samkomulag sem hefur farið í gegnum þing og hæstarétt? 

Svar: Alveg eins og með Icesave, sem ríkisstjórnin þvingaði í gegn án þess að þingmenn hefðu aðgang að skjölum í nægan tíma til að kynna sér innihaldið, þvinguðu demókratar í gegn lögum, sem margir gallar eru á og þingmenn vilja ræða meira. Rök demókrata um að maður "verður bara að samþykkja Obamacare til að sjá hvernig það virkar" halda ekki. Breytt staða á þingi þýðir minni völd til að þvinga vanhugsuðum lögum í gegn, sem samþykkt voru á öðru þingi með öðrum valdahlutföllum. Bendir ekki beint á leiðtogahæfileika að ætla sér að keyra eins og brussa áfram með lögin, þegar ekki er þingmeirihluti fyrir þeim í báðum deildum Bandaríkjaþings. Obama og Demókratar verða að taka tillit til breyttra valdahlutfalla vilja þeir fylgja lýðræðisreglum.

3. Bandaríska ríkið er ekki að selja neinar tryggingar. Tryggingar eru seld af hefðbundnum tryggingaraðilum.

Svar: Það er tæknilega rétt, að tryggingar verða seldar af tryggingaraðilum. En Obamacare ákveður tryggingarskilmálana, sem tryggingarfélögin selja. IRS, skattayfirvöld Bandaríkjanna, eru að rukka inn peninga fyrir tryggingunum og sekta þá, sem ekki vilja kaupa á tilskyldum tíma, þannig að hér er ekki um frjálsa verslun að ræða.

4. Hvernig rökstyðurðu þetta: "Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna."? Eini valmöguleikinn sem er verið að útrýma er valið milli þess að vera tryggður eða ekki. Einstaklingar geta að öðru leyti valið hvers konar tryggingu þeir kaupa.

Svar: Þetta er misskilningur. Obamacare setur eigin standard með þvingandi skuldbindingum án nokkurs valmöguleika. T.d. er kveðið á um getnaðarvarnir og fóstureyðingar sem kaþólskir samþykkja ekki. Skipunin frá ríkisstjórninni er: borgaðu eða við sektum þig.

5. Hvernig "ríkisvæðir" Obamacare heilsugæslu í Bandaríkjunum?

Svar: Gegnum standardinn í heilsugæslunni, sem hann vill að öll fylkin taki upp. Verður það gert verður öll heilsugæsla Bandaríkjanna meira og minna að aðlagast Obamacare. Þvingandi skattheimta setur það í hendur stjórnmálamanna, hvaða fyrirtæki selja heilsugæslu til ríkisins. Þetta hefur neikvæð áhrif á frjálsa verslun vegna ójafnar samkeppni skattgreiddrar þjónustu. Bandaríski þingmaðurinn Rand Paul frá Kentucky skrifaði á heimasíðu sinni s.l. júní, að Obamacare gæti valdið því, að allt að 20 miljónir Bandaríkjamanna verði af einkaheilsugæslu og að 800 þús starfa glötuðust í einkageiranum. Obamacare "skapar" 16 þús ný störf hjá skattheimtunni IRS.

6. Kostnaður vegna heilsutrygginga hækkar mest í þeim fylkjum (nær öll, ef ekki öll undir yfirráðum Repúblíkana) sem kusu að setja ekki upp sín eigin markaðstorg fyrir tryggingar (health exchange) og verða því háð markaðstorgi ríkissins. Þetta er afleiðing aðgerðaleysis Repúblíkana. T.d. ef ég væri enn búsettur í Minnesóta þar sem bjó þar til í vor, myndi kostnaður minn vegna trygginga fjölskyldunnar lækka töluvert, eða um ~35%. Hefði ég verið búsettur í Wisconsin, næsta fylki við, hefði kostnaðurinn sennilega haldist í stað. Hvers vegna? Vegna þess að þing Wisconsin, þar sem Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum, kaus að búa ekki til markaðstorg fyrir fylki sitt, sem þingið í Minnesóta gerði.

Svar: Eins og þú lýsir hlutunum er meira verið að kaupa atkvæði til demókrata en skapa heilsumöguleika fyrir Bandaríkjamenn. Hverslags viðskiptafrelsi er það að sega: Ef þú samþykkir ekki Obamacare og kemur því sjálfur upp, þá þvingar ríkið upp á þig dýrara Obamacare? Meira í stíl við kúgun að mínu mati. Enda gat Supreme ekki viðurkennt Obamacare, sem löggjöf þar sem Obamacare braut gegn lögum um viðskiptafrelsi fylkjanna. Hins vegar samþykkti Supreme Court að Obamacare væru skattar. Löggjöf einstakra fylkja eru með í dæminu og það flækir máli og gerir erfitt að átta sig á fyrirfram, hverjar afleiðingar Obamacare verða frá fylki til fylki. Ef þú kíkir á samanburðartöflu fyrir ofan sést að langtum fleiri ríki fá hækkun en lækkun.

Ég tel vert að minna Tryggva og aðra krata á, að Obama hefur tekist að tvöfalda ríkisskuld USA á fimm árum frá ca 8 þús. miljörðum dollara upp í ca 17. þús. miljarða dollara. Nú vill Bandaríkjaforseti hækka skuldaþak USA enn frekar til að afstýra - að hans mati - greiðslustöðvun ríkisins. Kröfur rebúblikana er að alríkisstjórnin skeri niður ofvöxt ríkisins og dragi úr útgjöldum í stað stöðugt stækkandi skuldabjargs. Þráteflið á þinginu um Obamacare er liður í þessarri baráttu.

Neðan um dómsniðurstöður Supreme Court, þegar þeir skilgreindu Obamacare sem skatt í stað trygginga svo stjórnarskrá USA væri ekki brotin.

One part of the Constitution that may be violated is Article 1, Section 9, which stipulates: “No capitation, or other direct, Tax shall be laid, unless in Proportion to the Census or Enumeration herein before directed to be taken.”

The section is clarified in the 16th Amendment: “The Congress shall have power to lay and collect taxes on incomes, from whatever source derived, without apportionment among the several States, and without regard to any census or enumeration.”

The Supreme Court ruled the health-care mandate under the legislation is a tax. However, according to experts cited in “Impeachable Offenses,” this tax does not satisfy the requirements of any of the three types of valid constitutional taxes – income, excise or direct.

Write Klein and Elliott: “Because the penalty is not assessed on income, it is not a valid income tax. Because the penalty is not assessed uniformly or proportionately, and is triggered by economic inactivity, it is not a valid excise tax. Finally, because Obamacare fails to apportion the tax among the states by population, it is not a valid direct tax.”

Despite Obama’s public statements that the individual mandate was not a tax, the Supreme Court ruled June 28, 2012, in a 5 to 4 vote, with conservative Chief Justice John Roberts siding with the majority, that the requirement that the majority of Americans obtain health insurance or pay a penalty was constitutional, authorized by Congress’s power to levy taxes.

“The Affordable Care Act’s requirement that certain individuals pay a financial penalty for not obtaining health insurance may reasonably be characterized as a tax,” Roberts wrote in the majority opinion. “Because the Constitution permits such a tax, it is not our role to forbid it, or to pass upon its wisdom or fairness.”

In a second 5-4 vote, again with Justice Roberts joining the majority, the court rejected the administration’s most vigorous argument in support of the law, that Congress held the power to regulate interstate commerce.

The Commerce Clause, the Court ruled, did not apply.

However, Klein and Elliott document the White House has been changing the law without involving Congress since the Supreme Court ruling, and multiple sections of the implementation of Obamacare are unconstitutional.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eftir að hafa lesið no. að ofan: Svo var ofanverður Tryggvi búsettur í Bandaríkjunum meðan hann vildi að kúguninni ICESAVE yrði þröngvað yfir almúgann á Íslandi?  Núna aumkvar hann sér yfir 35% hækkun sem hefði getað orðið á heilsutryggingum hans.  Það er nú aldeilis, aumingja maðurinn.

Elle_, 7.10.2013 kl. 00:29

2 Smámynd: Elle_

No 6. að ofan.

Elle_, 7.10.2013 kl. 00:30

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Elle, Ertu að gefa í skyn að fólk eigi ekki að skipta sér af málum í löndum sem það er ekki búsett í? Í þessum þræði?!? Og... betra að lesa áður en maður talar - ég sagði aldrei neitt um 35% hækkun.

Eins og við mátti búast eru þessi svör uppfull af misvísandi upplýsingum - eiginlega flestum þeim sem hefur verið matað ofaní auðtrúaða sem hafa ekki fyrir því að kanna málin sjálfir.

Sé ekki hvað könnun á því hvað fólk heldur að muni gerast hafi með þessa umræðu að gera.

Sýndu mér í frumgögnum hvar eftirfarandi kemur fram:

- IRS rukkar inn peninga fyrir tryggingum

- Obamacare ákveður tryggingarskilmála (Obamacare kveður á um lágmarkstryggingar - tryggingarfélögum er að öðru leyti frjálst að selja þá tryggingarpakka sem þeir vilja).

- Obamacare þvingar tryggingaraðila til að tryggja fóstureyðingar

- Ríkið ákveður verðlag á ríkisreknu markaðstorgi fyrir tryggingar (tryggingarfélög ákv. verð, ekki ríkið)

- Obamacare er skattur (hæstiréttur dæmdi að Obamacare löggjöfin felur í sér réttmæta skatta - það er mikil afskræming og misskilningur á löggjöfinni að segja að hún "sé skattur")

Ef eitthvað í þessum lögum brýtur gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna þá verður væntanlega nýtt mál lagt fyrir hæstarétt. Umræður sem hafa verið í gangi um slíkt lofa ekki góðu. Þar er helst rætt um að láta reyna á reglur um að vinnuveitendur sem tryggja starfsfólk fái ekki að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum eða fóstureyðingum. Það er afar ólíklegt að það mál rati nokkurntíma til hæstaréttar. Það er einfaldlega ekki við hæfi að vinnuveitandi ákveði hvaða heilbrigðisþjónustu starfsfólk þess hefur aðgang að á grundvelli persónulegra skoðana.

Tryggvi Thayer, 7.10.2013 kl. 09:57

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Tryggvi er einstaklega óheppinn að flytja frá fylki með 35% lægri sjúkratryggingu næsta ár. Af þeim fáu fylkjum, sem vitað er um að ætla að taka upp Obamacare, eru sárafá sem sýna lækkað verð eins og Minnesota (sjá kort ofar í greininni).

Mér finnst sjálfsagður hlutur - alveg eins og í Icesave á Íslandi - að almenningur fái að gera sér grein fyrir því, hvað stjórnmálamenn eru að gera og hvernig þeirra ákvarðanir hafa áhrif á líf fólks. Barack Obama hefur sífellt endurtekið að nýju álögurnar kosti ríkið ekki neitt og muni ekki auka ríkisskuld Bandaríkjanna. Það hefur verið hrakið af Government Accountability Office GAO: http://youtu.be/4RHt7Iqerls GAO telur að heildarskuld USA muni aukast um 0,7% árlega sem gerir um 6, 3 þús. miljarði dollara næstu 75 árin. Þetta bætist ofaná þegar "brjálæðislegt" skuldafjall Bandaríkjanna og skuldaþak, sem Obama vill hækka enn frekar.

Hér er hægt að fræðast aðeins meira um gagnrýnina á afleiðingum Obamacare, seinni linkurinn skýrir frá fjöldauppsögnum fyrirtækja nú þegar og samdrætti vegna innleiðingu Obamacare. Ekki beint skv. loforðum talsmanna Demókrata um "miljónir nýrra starfa" vegna Obamacare.

http://blog.heritage.org/2012/03/07/the-10-terrible-provisions-of-obamacare-you-may-not-have-heard-of/

http://www.nationalreview.com/node/359861/print

Einn þáttur gagnrýninnar á löggjöfina er umfang og flækjustig. Fæstir gera sér grein fyrir að reglugerðafarganið í tengslum við Obamacare er talið vera komið upp í 20 þúsund blaðsíður, sumir telja allt að 33 þús síður sbr http://www.washingtonpost.com/blogs/fact-checker/post/how-many-pages-of-regulations-for-obamacare/2013/05/14/61eec914-bcf9-11e2-9b09-1638acc3942e_blog.html

Þú ert ánægður Tryggvi með ríkisvæðingu heilsumála í USA fyrir 35% lægri sjúkratryggingagjaldi í Minnesóta í augnablikinu. Það væri hinsvegar að snúa staðreyndum á haus að halda því fram að meiri hluti Bandaríkjamanna séu sömu skoðunar.

kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 7.10.2013 kl. 11:44

5 Smámynd: Elle_

Nei, Tryggvi, ég var ekki að gefa neitt í skyn eins og þú orðaðir það.  En var að lýsa andstyggð minni á að þú gætir setið í fjarlægu landi og ætlast til að almúginn á Íslandi tæki á sig kúgun.  Og það meðan þú vorkennir sjálfum sér fyrir að verða að borga um 35% hærra en ef e-ð.  Nógu andstyggilegt er að hlusta á þá sem búa í landinu og hafa barist fyrir þessu ógeði árum saman.  Og eru samt ekki enn farnir að borga neitt. 

Jú, þú vorkenndir sjálfum þér fyrir að ef þú byggir enn þar sem þú varst, væri kostnaður þinn um 35% lægri.  Kemur á nákvæmlega sama stað niður, væri núna um 35% hærri en ef þú værir enn þar.  Hitt eru orðalengingar eða útúrsnúningur. 

Elle_, 7.10.2013 kl. 11:57

6 Smámynd: Elle_

- - vorkennir sjálfum þér

Elle_, 7.10.2013 kl. 11:58

7 Smámynd: Elle_

Og í guðanna bænum, Tryggvi, farðu ekki að segja að um 35% hærra en e-ð sé ekki nákvæmlega það sama og um 35% lægra en e-ð, ég veit það.   Ekki upp á cent eða dollar en skiptir víst sáralitlu fyrir þann sem heimtaði ICESAVE.  

Elle_, 7.10.2013 kl. 12:08

8 Smámynd: Tryggvi Thayer

Elle - Ég skil ekki hvað þú ert að fara né hvað það hefur með þessa umræðu að gera þannig að ég ætla ekki að eyða púðri í að bregðast við þínu innleggi - ef hægt er að kalla innlegg.

Gústaf - Þú vísar á (ó)frægt eintal Sessions þingmanns. Eins og alkunna er þá er hann þarna að tala um skýrslu GAO sem hann sjálfur óskaði eftir. Það sem hann segir ekki er að óskað var eftir því að GAO framreiknaði áhrif Obamacare á skuldastöðu ríkisins með og án sparnaðaraðgerða sem gert er ráð fyrir í löggjöfinni. Sessions segir bara frá niðurstöðum framreikninga án sparnaðaraðgerðanna. Með sparnaðaraðgerðunum (sem N.B. eru í löggjöfinni!) komst GAO að þeirri niðurstöðu að skuldir ríkisins myndu lækka um 1,5%:

"Overall, between January 2010 and Fall 2010, the long-term fiscal outlook

improved in our Baseline Extended simulation. The primary deficit

declined 1.5 percentage points as a share of GDP over the 75-year

period in this simulation. (See fig. 4.) On the spending side, about 1.2

percent of GDP of this improvement was attributable to PPACA."

(skýrslan er hér: http://www.gao.gov/assets/660/651702.pdf)

Í stað þess að vísa í frumgögn e.o. ég óskaði eftir telurðu upp ýmis rit þekktra hlutdrægra aðila. Ég gæti vísað í jafnmörg rit álíkra aðila sem þykjast sýna þveröfuga mynd. Slík gögn eru álíka marktæk og myndskeiðið með Sessions þingmanni.

Hvað meinarðu með "ríkisvæðingu heilsumála"? Hvernig ríkisvæðir Obamacare heilbrigðismál? Ríkið hefur jú stóraukið eftirlit með tryggingarmálum og skyldar alla til að vera tryggðir (rétt e.o. allir bílaeigendur eru skyldaðir til að vera tryggðir) en eftir sem áður eru það tryggingarfélög sem selja tryggingar og þjónustuaðilar (opinberir og einkareknir) sem innheimta þjónustugjöld.

Að lokum, svo við snúum okkur aftur að upphaflegu umræðunni, þá er augljóst að Bandaríkjamenn kenna fyrst og fremst þingmönnum Repúblíkanna um ástandið sem nú ríkir (réttilega). Það er ekki ólíklegt að við sjáum afleiðingar þess í kosningum á næsta ári. Gætum jafnvel séð einhverjar afleiðingar næsta nóvember þegar kosið verður til þings og fylkisstjóra í örfáum fylkjum.

Tryggvi Thayer, 7.10.2013 kl. 15:41

9 Smámynd: Elle_

Í fyrstunni var ég ekkert að ræða við þig eða biðja um neitt svar en lýsti yfir andúð minni.  Þú svaraðir og ég hef aldrei skilið þig, hvorki fyrr eða nú.  Get ekki sagt að ég sækist eftir viðræðum við þig frekar en aðra ICESAVE-sinna.  Jú, fyrri hrokafull hegðun þín í hinu kúgunarmálinu kemur að mínum dómi málinu við. 

Elle_, 7.10.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband