"Eins og venjuleg launahelgi". Grillveisla og gott skap í Husby.

Ástandið hefur lagast í Stokkhólmi, Albin Näverberg blaðafulltrúi Stokkhólmslögreglunnar, segir að aðfaranótt sunnudagsins hafi það ekki verið mikið verra en um venjulega launahelgi. Lögreglan hafði undirbúið sig enn eitt kvöldið fyrir áframhaldandi ólæti en þau voru með minna móti þrátt fyrir nokkrar bílaíkveikjur í suðurhluta borgarinnar.

Versti atburður næturinnar var að lögreglan handtók 12 fótboltaóeirðamenn í slagsmálum við veitingahús í Stokkhólmi, nokkrir þeirra höfðu ferðast til Stokkhólms frá Gautaborg og í bílum þeirra fundust hnúajárn, kylfur og fleiri vopn til götubardaga. Ferð þeirra er talin í tengslum við fótboltaleiki fremur en ólætin. 4 aðrir einstaklingar í bíl með grímum og vopnum til götubardaga voru handteknir í Fittja og nokkrir til viðbótar við Telefonplan í Suður-Stokkhólmi. Óljóst er með samhengi þessara ungmenna við ólætin.

clhusby

Í Husby, þar sem ólætin byrjuðu, grillaði fólk pulsur og ræddi málin. "Við viljum sýna, að Husby er ekki bara upplausn, Husby er ekki brenndir bílar og steinkast, Husby er kærleikur," sagði Awen Redar einn af veislugestunum.

"Við hugsuðum að við verðum að gera eitthvað til að binda endi á þetta allt saman", sagði Zakaria einn af hvatningsmönnum grillveislunnar. 

Myndin af hverjir stóðu fyrir ólátunum er stöðugt að verða skýrari skv. Dagens Nyheter. Opinberlega eru 19 ungir menn grunaðir um morðíkveikjur, ofbeldi og ólæti. Yfirheyrslur halda áfram um helgina og saksóknari tekur síðan ákvörðun um áframhald fangelsisvistar. Flestir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu og hafa á sér dóma m.a. fyrir eiturlyfjabrot. Þeir eru á aldrinum 15-28 ára og flestir koma frá Stokkhólmi, aðrir utan af landi. Einn maður 25 ára gamall hefur á sér 65 dóma og fleiri á leiðinni í nýlegum afbrotum. Nokkrir eru þó í fyrsta skipti í kasti við lögin en sumir þeirra yngstu hafa átt erfiðar heimilisaðstæður og eru þekktir af félagsmálayfirvöldum.

Móðir einna yngstu drengjanna er mjög reið yfir atburðunum og skilur ekki af hverju sonur hennar dróst með í lætin eða af hverju þau byrjuðu: "Ég held, að allir foreldrar séu öskureiðir, líka við með börn, sem eru grunuð um ólætin. Það er alls ekki þannig að okkur sé sama um unglingana okkar, þvert á móti", segir hún í viðtali við Dagens Nyheter. 

Fyrir utan Bandaríkin og Bretland hefur Holland einnig varað landsmenn sína og hvetur þá til "að vera á varðbergi" í úthverfum Stokkhólms. Nýja Sjáland hefur einnig sent út svipaða viðvörun.

Þegar ólæti brutust út í Rosengården í Malmö árið 2008 ákváðu foreldrar og aðrir íbúar að binda endi á ólætin og sendu textaboð símleiðis til grannanna og fóru út á nóttunni. Það varð til að ólætin hættu en þegar verst var voru 18 unglingar handteknir eina nóttina. Enginn þeirra var frá svæðinu og margir þeirra tilheyrðu vinstriöfgahópum, sem vilja taka völdin í samfélaginu með ofbeldi. Íbúarnir halda sjálfir uppi öflugu starfi frá skrifstofu sem heitr Varda. Nafnið er blanda arabíska orðsins "warda" sem þýðir blóm og sænska orðsins "vardag" sem þýðir venjulegur dagur.

Ráð Varda til fjölmiðla:

"Sjáið til þess að margar raddir heyrist. Skrifið ekki bara, þegar eldar loga." 


mbl.is Óeirðirnar í Stokkhólmi breiðast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband