Skrílslæti í Örebro og Linköping s.l. nótt. Rólegra í Stokkhólmi, þrátt fyrir íkveikju bíla.

ten

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir að ólætin haldi áfram er alla vega hætt að kasta steinum á lögreglu og slökkviliðsmenn. Lögreglan í Stokkhólmi telur því, að aðfaranótt laugardagsins hafi verið rólegri en áður, þrátt fyrir áframhaldandi bílaíkveikjur. T.d. var kveikt í 21 bílum í Åkersberga norður af Stokkhólmi snemma í morgun og lögreglan sendi út þyrlu til að elta brennuvargana en þyrlan lenti aftur um áttaaleytið í morgun án árangurs. Lögreglan er samt vongóð vegna vitna að atburðunum. Enginn órói var í hverfinu eða læti svo ýmsir telja, að brennuvargarnir séu hluti af skipulagðum skemmdarstarfshóp, sem vill auka á lætin.

Sænska dagbladet segir í dag, að 60 hægriöfgasinnar (nýnazistar/gs)  keyrðu um á 30 bílum í úthverfum Stockhólms en lögreglan fylgdi þeim eftir og dreifði hópnum m.a. í Tumba, þar sem grímuklæddur hópurinn elti fólk á götum. Lögreglan handtók 18 en gefur ekki upp, hvort um nýnazista sé að ræða.

Í Örebro réðust 30 grímuklæddir menn með steinkasti á lögreglu og slökkviliðsmenn, kveiktu í bílum og réðust á lögreglustöðina. I Linköping var kveikt í skóla, barnaheimili og átta bílum.

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar Beatrice Ask hélt fund í gær með fulltrúum lögreglu og leynilögreglunni SÄPO. Eftir fundinn kom fram, að lögreglan greinir þrjá hópa að baki skrílslátunum: staðbundnir unglingar, þekktir glæpamenn og "lítil klíka atvinnuaktívista". Í síðasta hópnum eru einstaklingar, sem lögreglan þekkir og tilheyra vinstri öfgahópum, sem vilja breyta samfélaginu með ofbeldi og skemmdarverkum. Flestir þeirra eru áður dæmdir lögbrjótar. Lögreglan þekkir fólkið m.a. af vinnubrögðum hópsins, sem fer á undan og brýtur upp götusteina fyrir aðra til að kasta. Einnig hefur komið fram, að í vissum úthverfum hafa utankomandi aðilar komið til að skapa skrílslætin, t.d. í Älvsjö var enginn þeirra, sem lögreglan handtók frá staðnum en einhver frá Linköping og t.o.m. frá Danmörku.

941741_530621980334030_1789906849_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri hundruð Stokkhólmsbúar hafa verið á "náttgöngu" í nótt í úthverfum í norðurhluta Stokkhólms og þakkar lögreglan því, að hætt er að kasta steinum á lögregluna. Í Husby hafði einhver hengt upp plakat með textanum: Skildu steininn eftir og taktu pulsu. Þar var grillað í nótt og fólk ræddi málin.

Samtökin "Snertið ekki hverfið mitt" skipulagði náttgönguna. Fleiri önnur samtök eins og Mömmur og pabbar í bænum virkjuðu meðlimi sína fyrir náttgöngu. Almenningur vinnur saman með yfirvöldum að koma á ró aftur og allir staðráðnir í því að láta ekki glæpalýðinn taka yfir stjórnina í samfélaginu. Þótt atvinnuleysi sé mikið meðal ungs fólks í Svíþjóð, þá er það ekki eina skýringin á uppþotunum. Almenningur er friðsamur og allir sjá og skilja, að þeir sem þykjast vera að tala í nafni innflytjenda eru 100% umboðslausir, því skemmdarstörfin bitna fremst á innflytjendum. Hér er um að ræða ofbeldisglæpalýð, sem notar hvert tækifæri til að æsa til óláta eins og áður hefur komið upp t.d. í sambandi við knattspyrnuleiki hér með leiðinlegum afleiðingum fyrir íþróttina. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hrikalegt, er óhætt fyrir mig að heimsækja ykkur þarna úti? Er reyndar að fara til Helsingborg, en óeirðirnar virðast vera að breiðast út.

Theódór Norðkvist, 25.5.2013 kl. 21:20

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Theódór, þú getur verið alveg rólegur, þetta eru glæpagengi sem fara um og valda spjöllum, allir eru illir út í þessa skemmdarvarga, sem margir hverjir eru þekktir hjá lögreglunni. En þetta er að ganga niður nema ef það heldur áfram á landsbyggðinni.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.5.2013 kl. 22:03

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk Gústaf, þá get ég andað aðeins léttar. Ég birti þessa mynd á Facebook síðunni minni, þar sem ég merkti inn þá staði þar sem óeirðir hafa verið, byggt á Google Maps.

Theódór Norðkvist, 25.5.2013 kl. 23:03

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Skrifa áfram um þetta og líka, hverjir eru á bakvið ólætin, "atvinnumótmælendur" og fólk með eiturlyfjavandamál.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.5.2013 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband