Til hamingju Ísland!

672051-1

Ríkisstjórnin er fallin! Hip, hip, hip húrra!

Hún átti það svo sannarleg skilið. Hún var í stríði við eigin þjóð allan tímann og þjóðin svaraði með með því að skera á taumana. Bless, Jóhanna, Steingrímur og Össur. Megi þjóðin halda árásar- og eyðimerkurstefnu jafnaðarmanna og annarra vinstri manna burtu frá stjórn landsins lengi, lengi svo stefna, sem setur hag almennings og þjóðarinnar fái að ráða. Sterk meirihlutastjórn er forsenda stöðugleika og uppbyggingarstarfs.

Ég óska Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum innilega til hamingju með árangurinn. Ég óska formönnum þeirra til hamingju, Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeir báðir hafa svo sannarlega þurft að standa í ströngu og Bjarni Benediktsson þurfti í miðjum klíðum að endurnýja eigin hvatningu og sýn fyrir starfinu og hefur að mínu viti vaxið við þá ákvörðun. Hann bar höfuð og herðar yfir öðrum í tilþrifum á leiðtogafundi sjónvarpsins kvöldið fyrir kosningar.

Mér sortnaði fyrir augum, þegar ég sá frítt fall atkvæða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir Icesavedóminn í janúar í skoðanakönnunum. En núna hef ég svo sannarlega lært, að skoðanakannanir Baugsmiðlanna Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru áróðurstæki. Eitt augnablik gleymdi ég, að þetta voru Baugsmiðlar og hoppaði upp á nef mér, þegar sagt var, að Sjálfstæðisflokkinn væri kominn niður í 18%.

Meira um þetta síðar. Það er einnig gott, að XL sem stofnaður var til að trampa niður stjórnarskrá landsins, er algjörlega hafnað af þjóðinni.

Þjóðin hefur kjark og réttsýni. Áfram Ísland! 


mbl.is „Framsókn sigurvegari kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Loksins, Gustaf.  ICESAVE stjórnin og Jóhanna voru sannarlega í stríði við þjóðina.  Og orðið andlega lýjandi fyrir okkur að berjast gegn þeim endalaust.  Ranglátt ofstækisfólk, Jón og Ögmundur ekki meðtaldir.  Vildi sjá J fullveldisflokkinn, Regnboga Jóns Bjarnasonar, komast inn líka þó. 

Elle_, 28.4.2013 kl. 12:01

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Elle, hrun Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er sögulegt og gott að losna við þau. Þetta er um leið hrun aðllögunarferils Íslands að ESB sem betur fer! Hlakka til að sjá árangurinn, þegar nýja ríkisstjórnin afturkallar aðildarumsókn Íslands að ESB. Flokkakerfið hefur staðið af sér mikið högg og margir litlu flokkanna eru aðeins brot, sem munu skila sér til baka til þeirra stóru með tímanum. Mér finnst gott að allir aðrir en fallin Samfylking og BF vilji stöðva ESB. Áfram Ísland!

Gústaf Adolf Skúlason, 28.4.2013 kl. 16:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að sjá ykkur samherjar góðir,svo sefandi þegar þessi ógn er loksins frá.Það er eins og hún skilji eftir geil sem ég burðast við að fylla upp.,svo skrítið sem það er. Vona að strákarnir nái vel saman og gangi samstíga í baráttuna,við eigum allt undir því. Ég gekk í lið með Sjálfstæðisflokknum,en hafði í fjögur ár mært Framsókn og geri enn. Allt í einu rann upp fyrir mér hve Bjarni var umkringdur marglitri hjörð,sem ekki var hægt að henda reiður á. Þá tók hann blessunarlega ákvörðun að sóla þá alla upp úr skónum og skoraði grimmt, þarna var hann kominn centerinn okkar og sneri leiknum sér og okkur í vil. Þessir tveir turnar bjarga okkur frá gömmunum. Eins og Elle dáist ég af Jóni Bjarna,hans þáttur er ómetanlegur í mótmælum sínum sem ráðherra. Þessar skýru línur vinstri og hægri er bar ekki sjáanegar í heiftúðlegri baráttunni um land okkar og þjóð. Vona að ég sé ekki of bjartsýn,svo oft hafa ,þau, rifið niður vonina og vissuna tímabundið. hef rasað út og ætti að geta náð að sofna,því vinnan bíður á morgun. Blessi ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2013 kl. 05:39

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, þakka þér athugasemdir og góð orð og blessi þig með. Það er hörð atlaga gegn Sjálfstæðisflokknum og Framsókn líka, hvorugur formannanna fær að ljúka máli í viðtölum án þess að - sérstaklega ríkisspyrlarnir - grípi ekki fram í og hoppi á þá með alls konar eigin og miður athugasemdum. Þetta er ekki besti grundvöllur málefnalegrar opinberrar umræðu en almenningur kann að lesa, sjá og það besta af öllu HUGSA og ÁKVEÐA fyrir sig og einmitt þess vegna - eins og í ICESAVE - gerir fólk ekki bara það sem Baugsmiðlarnir vilja, sem ganga erinda Samfylkingarinnar.

Njótum hvíldar, ég hlakka til þegar nýja ríkisstjórnin hefur störf, það verður langþráð breyting á stjórnarháttum!

Gústaf Adolf Skúlason, 29.4.2013 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband