EUROSAVE: land nr. 5 fallið. Sparifjáreigendur rændir á Kýpur.

cyper

Enn eitt "neyðar" lánið frá Trojkunni. Í þetta sinn til Kýpur, þar sem lögkjörnum fulltrúum landsins voru settir þeir úrslitakostir, að landið yrði gert gjaldþrota með tilheyrandi eignaupptöku á brunaútsölu til að fylla upp í skuldaholur bankanna. Að öðrum kosti fjárnám allt að 10 % sparifjár ásamt skattahækkunum á almenning og fyrirtæki, niðurskurði velferðamála og útsölu ríkisfyrirtækja. Með öðrum orðum operation EUROSAVE, þar sem almenningur er látinn taka á sig ábyrgð og borga fyrir glæpsamlega bankastarfsemi.

Þetta er ódýrasta lausnin fyrir bankaeigendur og ESB, sem þar með sleppa við útborgun tryggingu innistæðueigenda upp að 100 þús evrum. Þar með er enn einni þjóðinni fórnað til greiðslu á tapi vegna áhættusamrar starfsemi banka- og fjárglæframanna = SKULDUM ÓREIÐUMANNA. Og fórnað er sparnaði ellilífeyrisþega og núverandi kynslóðar og næstu og þarnæstu líka. Eins og reynt var að gera við Íslendinga með ICESAVE. Og ríkisstjórn Íslands er að takast með austri skattfjár í fjármálafyrirtækin, afhendingu banka til hrægammasjóða, skattaklyfjum á landsmenn og niðurskurði ríkisútgjalda.

Þessi aðgerð Trojkunnar mun hræða marga innistæðueigendur í öðrum evrulöndum frá því að treysta bönkunum fyrir sparifé sínu. Fróðlegt verður að sjá á næstu vikum, hver áhrifin verða og ýmsir spá reiði á þriðjudag, þegar bankarnir á Kýpur opna aftur. Fólk almennt innan ESB er orðið mjög mótfallið bönkunum og aðgerðum ESB í nafni evrunnar. Árásum á fyrirtæki, héruð og heilu löndin er í dag stjórnað með evru og banka að vopni. Þessar aðfarir eru að leggja evrulöndin í rúst og logarnir komnir undir allt ESB, vegna fallandi eftirspurnar, framleiðslu og almenns samdráttar. Og áfram er ferðinni haldið ofan í hyldýpið. 

Í gær fór fólk út á götu í Madríd til að sýna samstöðu með íbúum Kýpur. Allan föstudaginn mótmæltu tugir þúsunda í Brussel framferði ESB og bankanna gegn íbúum evrusvæðisins og heljarstefnu ESB: EUROSAVE.

Stjörnurnar eru orðnar að hengingaról almennings á evrusvæðinu.

Það verður slegið til baka.



mbl.is Í áfalli yfir harkalegum skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf, þetta virðist vera aðal meðalið hjá ESB að bjarga bönkunum en fólkið viðskiptavinir bankanna skipta ekki nokkru máli, þetta virkar á mann eins og verið sé að bjarga kúnni en láta heyið brenna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 08:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Gústaf.

Það má líka benda á það að þessi fyrirvaralausa eignaupptaka sem gerð er á bankainnistæðum Kýpverja hefði aldrei verið látin ganga yfir almenning í einhverjum af stóru ríkjum ESB.

En af því að Kýpverjar eru aðeins lítil eyþjóð þá finnst valdaelítu EvrópuSovétSambandsins allt í lagi að sýna þeim fulla hörku og fara ránshendi um eigur almennings með beinni eignaupptöku.

Það er hollt fyrir okkur íslendinga að velta þessu fyrir okkur og gleyma heldur aldrei þeim lúalegu kúgunaraðgerðum sem þetta sama EvrópuSovétSamband reyndi að beita okkur í ICESAVE málinu.

Gunnlaugur I., 17.3.2013 kl. 23:04

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir, þakka athugasemdir. Sammála því, að Þríeykið þorir að keyra fantalegra yfir minni þjóðir en aðrar. Verður forvitnilegt að sjá, hvað gerist í dag og á morgun. Kýpur hafði áður tekið þátt í "björgunaðgerðum" til Grikkja og fleiri en fá nú að kenna á vendinum sjálfir.

Gústaf Adolf Skúlason, 18.3.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband