Til hamingju ÍSLAND!

199193_10150139244177725_8346270_n

Nú fara skötuhjúin endanlega niður með hringnum

TIL HAMINGJU ÍSLAND! 

Stórglæsilegur sigur og um leið útskýring á meingölluðu regluverki ESB, sem skorti innbyrðis samræmingu á þeim tíma. Þar fyrir utan var tryggingasjóðurinn aldrei hugsaður til að taka við áfalli, þegar heilt bankakerfi færi á hliðina.

Núna þarf ESB að hugleiða áhrif dómsins á tryggingarkerfi bankanna í öllu ESB. 

199382_10150105369446615_6412769_n

Þetta er stórkostlegur sigur fyrir íslensku þjóðina og sýnir, að þjóðin hafði á réttu að standa á meðan ESB-aðildarsinnar og Icesave áróðursmenn fóru með kolrangt mál. Núna þarf þjóðin að sækja í sig veðrið eftir þessu góðu tíðindi og halda markvisst áfram á braut sjálfstæðis og eigin atvinnuuppbyggingar, skuldalausn heimilanna og leggja bæði aðildarumsókn að ESB og stjórnarskrármál til hliðar.

Þjóðin ætti að verðlauna þá embættismenn sérstaklega með æðstu orðum lýðveldisins sem settu á neyðarlögin, sem björguðu henni á ögurstundu.

Þakkir til allra, sem stóðu í baráttunni og gáfust ekki upp þrátt fyrir volæðisáróður um eymd og Kúbu norðursins. Góðar kveðjur til forsetans okkar fyrir einstaklega skelegga baráttu og frammistöðu í málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér sjálfum fyrir ötula baráttu fyrir fullveldi Islands. Icesave afstaða stjórnarinnar átti rætur i tilraun stjórnarinnar til að koma okkur inn i ESB.

Ragnhildur Kolka, 28.1.2013 kl. 12:06

2 identicon

Heill og sæll æfinlega; Gústaf Adolf - og aðrir gestir, þínir !

Tek undir; eindregið, - með heiðurskonunni Ragnhildi Kolka, hér ofar.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 12:51

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir góðar kveðjur, ég kemst ekki til að fagna með ykkur á Íslandi í dag en við hjónin ætlum að halda upp á sigurinn með heitu kakói og rjómatertu í hjarta Stokkhólmsborgar. Mér finnst, að nöfn þeirra þingmanna, sem stóðu með þjóðinni og greiddu atkvæði gegn Icesave III þarf þjóðin að varðveita fyrir komandi kynslóðir á einhvern hátt.

Góðar kveðjur ævinlega, Þakkir fyrir baráttusamferð og áfram skal haldið á sömu braut!

Gústaf Adolf

Gústaf Adolf Skúlason, 28.1.2013 kl. 12:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tek undir þetta til hamingju Ísland og íslendingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 14:18

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Gústaf, og þið öll hér.

Jón Valur Jensson, 29.1.2013 kl. 01:36

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sömuleiðis kæru vinur Ásthildur og Jón. Þið hafið sannarlega lagt ykkar af mörkum til að ná þessum árangri og ég vill þakka þér Jón Valur sérstaklega fyrir skelegga baráttu og ótrúlega þáttöku á liðnum árum.

Heiður og ánægja að vera samferða ykkur í málefnum þjóðarinnar!

Gústaf Adolf Skúlason, 29.1.2013 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband