Toppurinn á spillingunni innan ESB: 1,4 ársframleiðsla Kýpur glatast á fimm árum!

355851_1Matsfyrirtækin fara nýjan hring og lækka mat á löndum og bönkum. ESB og USA keyra með núverandi peningastefnu út í skurð. Í ESB er ástæðan evran, heimsvaldadraumurinn og skuldsetning ríkja til að borga óreiðumönnum fyrir afglöp sín og tryggja áframhaldandi afglapastörf. USA er er komið á heljarskuldaþröm og seðlabankar USA og UK dæla trilljörðum dollara og punda út í fjármálafyrirtækin til að halda uppi loftbólu á verðbréfamörkuðum. Seðlabanki ESB gerir sama hlut með því að kaupa ónýt ríkisskuldabréf gjaldþrota evruríkja.

ESB borgaði út um 1.100 miljarða SEK til ýmissa verkefna á síðasta ári. Endurskoðendur sambandsins sjá, að tæp 4% glötuðust í röngum útborgunum. Þá er ekki verið að tala um mat á vafasömum verkefnum eins og styrki til "bænda," sem eru stóreignamenn án búskapar eins og t.d. Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar né heldur kaup ESB á fisk til að henda á haugana svo fiskverðið "hækki" á mörkuðum. Hér er einungis verið að tala um þær greiðslur, sem við fyrstu einföldu athugun sýna, að rangar upplýsingar hafa vísvitandi verið gefnar upp í styrkjaumsóknum, t.d. að rannsóknarstyrkir hafa verið notaðir til að greiða forstjóranum laun en engar rannsóknir átt sér stað o.s.frv. Á síðustu fimm árum hefur þessi sjáanlegi spillingartoppur verið á milli 3 til 7% árlega. Á árunum 2008 til 2011 glataði ESB 234 miljörðum sænskra króna á þennan hátt og mótsvarar sú upphæð 1,4 ársframleiðslu aðildarríkisins Kýpur eða 2,6 ársframleiðslum Íslands. Og þetta er bara sýnilegi toppurinn á spillingarísjaka ESB.

Endurskoðendur gagnrýna að ESB kannar ekki, hvort peningarnir lendi í réttum höndum.  Vitor Caldeira, formaður endurskoðendaréttarins segir, að endurskoðendur hafi í fjöldamörg ár krafist betri vinnubragða.

"Við höfum yfirgnæfandi sannanir fyrir því, að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin geti nýtt fjárlög ESB á betri og afkastameiri hátt og skapað meira virði fyrir meðborgara sambandsins."

Í 18 ár hafa endurskoðendur því neitað að setja nöfn sín undir efnahagsreikninga ESB. Engar ríkisstjórnir, fyrirtæki né einstaklingar kæmust upp með slíkt í aðildarríkjum sambandsins.

Búrokratarnir halda samt ótrauðir áfram iðju sinni að afnema fjárhagslegt sjálfstæði aðildrarríkjanna og telja enga aðra en framkvæmdastjórnina geta farið með fjármál sambandsríkisins.

 


mbl.is Grikkir niður fyrir ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband