Sighvatvísi samspillingarinnar

vulture-picture

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað ætli jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson segi um vaxandi kynslóð sjálfsmorðingja í Grikklandi, á Ítalíu og Spáni?

Er það sama heimtufrekjan og hjá "sjálfhverfum" Íslendingum að vilja fá að búa áfram í íbúð sinni?

Gott á þá að fleygja sér út um gluggann, þegar bankar og stjórnvöld taka íbúðirnar af þeim?

Jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson vill sýna, hvað hann er flinkur röksemdarmaður og heggur höfuðið af heilli kynslóð landsmanna sem "sjálfhverfri" í nýlegum greinum sínum í Fréttablaðinu.

En eitthvað í þessum málflutningi stenst ekki. T.d. að það er stöðumunur á þeim, sem lána út peninga og þeim sem fá lánaða peninga. Sighvatur sér engan mun á þessu tvennu og blandar "útrásarvíkingum" saman við venjulega Íslendinga.

Harðsvíraðir jafnaðarmenn nútímans hafa fleiri en Sighvatur valið sér stöðu með útlánurum gegn lánþegum. Út um allan hinn vestrænan heim er sagan sú sama: sósíaldemókratar hafa hreiðrað um sig meðal hrægamma fjármálaheimsins, sem komu kreppunni meðvitað á stað með óábyrgum útlánum og méla nú niður venjulegt fólk og taka af því eignirnar með aðstoð jafnaðarmanna í valdastöðum.

Þannig er afstaða jafnaðarmanna till Grikkja, að þeir séu letingjar, sem vilji ekki borga lánin sín. Sömu sögu er að segja um Spánverja, Ítali, Íra og Íslendinga. Fremstir í flokki fara þýzkir jafnaðarmenn, sem ólmir vilja byggja upp nýtt heimsveldi ESB.

Flokksbróðir Sighvatar, Barosso, forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði í opnunarræðu Evrópuþingsins í haust: 

“Í samþættum heimi nútímans geta aðildaríki Evrópusambandsins ekki lengur sjálf stjórnað atburðarrásinni....Á 21. öldinni eiga jafnvel stærstu löndin í Evrópu á hættu að fá minni þýðingu gagnvart heimsrisum á borð við USA og Kína.”

"Ég velkomna þróun “hins opinbera rýmis í Evrópu”, þar sem spurningar Evrópu eru ræddar og teknar fyrir frá Evrópskum sjónarhóli ....Við skulum ekki hræðast orðin: Að lokum verður Evrópusambandið að þróast upp í sambandsríki. Þetta er nauðsyn...Í dag kalla ég eftir sambandsríki.”

Hver hefur falið Barosso þetta verkefni?

Á Íslandi ræðst Samfylkingin í hatri á pólitíska andstæðinga, athafnamenn, sjómenn, bændur, verkafólk og yfirleitt allt hugsandi fólk. Ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána og landslög og vinnur með hrægömmum við að tæma kistur landsmanna og setja Ísland í hendur heimsvaldasinnanna í Brussel. 

Ég man þegar ég og konan með þrjá drengi litum björtum augum til framtíðarinnar og sögðum þetta bjargast allt. Við tókum lán með bestu fáanlegum skilmálum en það voru aðrir, sem ákváðu lánið og lánaskilmálana.

 Á Íslandi hefur þjóðin tvisvar stöðvað Icesave. Í ESB hlekkja jafnaðarmenn þjóðir á færibandi með evrusaveÞað þjónar bankaræningjum, að venjulegu fólki sé kennt um glæpi þeirra. Sighvatvísi samspillingarinnar er illgresi í garði okkar. Landsmenn ættu að útrýma því sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband