Hver bað um nýja stjórnarskrá frú Jóhanna "Trampe" Sigurðardóttir?

Af 3306 meiningum þjóðfundar 2010 finnst engin meining, þar sem farið er fram á nýja stjórnarskrá.

Það er þess vegna helber ósannindi og söguleg fölsun að klína tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá við hugmyndir og ávarp Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi í Lærða skólanum árið 1851, eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerði á Alþingi í dag.

Það frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem tekið var fyrir á þjóðfundinum 1851, var frumvarp Danakonungs skrifað af Bardenfleths ráðherra er kallað var Frumvarp til laga um stöðu Íslands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á Íslandi. Íslendingar risu upp gegn þeim skilningi á stöðu Íslands, sem fram kom í frumvarpinu og lýsti Íslandi sem amt í Danmerkurríki.

Þessu frumvarpi ruglar forsætisráðherra Íslands saman við tillögur Stjórnlagaráðs í írafári sínu að íklæða sig sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  

Skärmavbild 2012-10-24 kl. 00.03.39

Stiftamtmaður og konungsfulltrúinn Trampe kvað öllum óheimilt að fara út fyrir þann grundvöll, sem frumvarpið væri á reist en grundvöllurinn væri sá, að Ísland væri hluti Danmerkurríkis og giltu dönsku grundvallarlögin um það ríki allt. 

Um þjóðfundinn má lesa í Lesbók Morgunblaðsins 22. júlí 1951

Fyrst verið er að líkja atburðum á Íslandi ár 2012 við 1851 væri réttara að kalla tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Baredenfleths stjórnarskrána og Jóhönnu fyrir Frú Trampe, sem hvort eð er kveður öllum Íslendingum óheimilt að fara út fyrir þann grundvöll, að Ísland verði amt í ESB og grundvallarlög ESB gildi fyrir Ísland allt.

Danski konungurinn óttaðist uppreisn hinna sjálfstæðu Íslendinga og sendi tillögur að nýrri stjórnarskrá til Íslands með herskipi í fylgd hermanna.

Til að fullkomna vitleysuna ætti því forsætisráðherrann að koma til Reykjavíkur á herskipinu The Eurogendfor með tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í hlutverki frú Trampe.

VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

 


mbl.is Flokkadrættir og klækir víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Til að svara fyrirsögninni, þá var það Framsóknarflokkurinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Krafan um nýja stjórnarskrá kom fram í búsáhaldabyltingunni Gústaf, nema auðvitað að búsáhaldabyltingin sé líka hugarburður óvandaðra manna.

Framsóknarflokkurinn tók málið upp á sína arma, eins og fram kemur hjá Ingibjörgu, og gerði það að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina, sem mynduð var eftir fall ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, að málið yrði sett í ferli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 23:44

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ekki sá ég neina kröfu um að gera ætti nýja stjórnarskrá til að Ísland gengi með í EU. Tillaga Stjórnlagaráðs er ekki byggð á þeim lýðræðiskröfum, sem komu fram hjá fólki í mótmælum á Austurvelli né Þjóðfundi 2010.

Þetta er blekking aldarinnar. Samfylkingin og Vinstri grænir SEGJA, að nýja stjórnarskráin byggist á vilja fólksins en TILLAGA Stjórnlagaráðs er AFNÁM lýðræðisréttinda almennings á Íslandi. Ef inn í ESB er farið ráða Íslendingar litlu sem engu eigin málum og sjávarauðlindin, sem ríkisstjórnin SEGIST vera að passa FER Í HENDUR ESB. Framsókn styður lýðræðisumbætur - ekki inngöngu Íslands í ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 25.10.2012 kl. 17:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er nú meira helvítis bullið í þér maður, þjóðfundurinn snérist um stjórnarskránna og var boðaður til undirbúnings fyrir stjórnlagaráð, sem hafði þann eina tilgang að semja nýja stjórnarskrá. Hvað heldur þú að hafi verið rætt þar, kökuuppskriftir?

Frumvarpið að nýrri stjórnarskrá er mun betri vörn gegn afsali þjóðlegs valds en núverandi stjórnarskrá. Hefði 11 gr. frumvarpsins verið í gildi þegar EES samningurinn var gerður hefði orðið að setja málið í þjóðaratkvæði í stað þess að Alþingi samþykkti það án þess að spyrja kóng eða prest. Svo þröskuldurinn inn í ESB hækkar frekar en hitt, því í núverandi stjórnarskrá er engin vörn.

Eina blekkingin sem er á ferðinni hér er raupið í þér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 19:17

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...Hefði 111 gr. frumvarpsins.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 19:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Svo segir um tilgang þjóðfundar:

Tilgangur Þjóðfundar 2010 var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.Stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin hugmyndum.

Hlutverk Stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og semja frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga. Frumvarpið verður síðan sent Alþingi til meðferðar, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um. Þátttakendum á Þjóðfundi gefst þannig einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins með hugmyndum sínum og almennum umræðum

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 19:22

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eina blekkingin sem hefur átt sér stað hérna er sjálfsblekking þín, Gústaf.

Eftir að upp úr slitnaði hjá ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokksins, og búsáhaldarbyltingin var að renna sitt skeið, setti framsóknarflokkurinn það sem skilyrði fyrir stuðning sínum við minnihlutastjórn samfylkingar og vinstri grænna að efnt yrði til stjórnlagaþings og stjórnarskráin endurskoðuð.

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur framsóknar maður þræti fyrir þetta.

Heimildir:
Wikipedia síða um stjórnlagaráð.

Áherslur og kosningaloforð Framsóknar.

Myndband sem Framsókn gaf út fyrir kosningar 2009.

Mikið af tillögum stjórnlagaráðs koma beint frá Framsókn.
Þetta er ekkert bull. Þetta er ekkert ESB samsæri. Þetta eru staðreyndir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.10.2012 kl. 20:07

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nú er tæknin eitthvað að stríða mér.
Heimildirnar mínar koma allar sem einn hlekkur.
Biðst forláts á því.

Ég reyni því aftur!

Wikipedia síða um stjórnlagaþing.

Áherslur og kosningaloforð Framsóknar.

Myndband sem Framsókn gaf út fyrir kosningar 2009.

Ég get alveg örugglega fundið fleiri heimildir fyrir þessu, ef þú vilt.
En mér þykja þessar segja allt sem segja þarf.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.10.2012 kl. 20:25

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Að breyta eða endurskoða er ekki það sama og hafna núverande og biðja algjörlega um nýja. Ég hef yfir 3000 fullyrðingar frá þjóðfundi 2010 og endurtek:

Engin fullyrðing biður um, að núverandi stjórnarskrá sé hafnað. Vinsamlegast komið þá með þá þá eða þær fullyrðingar.

Það er rétt að Framsóknarflokkurinn bað um nýja stjórnarskrá og stjórnlagaþing í samningum fyrir stuðning við ríkisstjórnina og lýsti yfir stuðning við aðild Íslands að ESB. En síðan hefur Framsóknarflokkurinn dregið til baka stuðningsyfirlýsingar við ESB og er sá flokkur á Íslandi, sem hefur skýrast markað andstöðu gegn inngöngu Íslands í ESB.

Á þjóðþingi 2010 var:

Hvergi beðið um breytingar á stjórnarskrá fyrir inngöngu Íslands í ESB. Þvert á móti eru margar fullyrðingar um að varðveita sjálfstæði og fullveldi Íslands.

Ekki farið frá á 4/5 hlutareglu um að þingmenn megi breyta stjórnarskrá án aðkomu amennings. Þvert á móti voru margar fullyrðingar um að tryggja ætti stjórnarskrárbreytingar í höndum almennings.

Engin fullyrðing um að setja eigi inn í stjórnarskrá takmörkun á þjóðaratkvæðisrétti landsmanna, svo ekki megi kjósa um fjárlög, fjármál, þjóðréttarsamning, skatta eða ríkisborgararétt. Þvert á móti beiðni um útvíkkun á möguleikum landsmanna til þjóðaratkvæðis.

Engin fullyrðing um að taka eigi burtu eignarétt landsmanna eins og núverandi tillögur gera. Þvert á móti voru fullyrðingar um að eignaréttur skuli styrktur og hugtök skilgreind.

Engar fullyrðingar um að gefa ætti þingmönnum vald að framselja fullveldi landsins til erlendra ríkja. Þvert á móti voru fullyrðingar um að auka ætti vald fólksisns yfir fullveldinu.

Ferlið, sem farið var í gang með var til að forma kröfur almennings um aukið lýðræði eins og þú Axel Hallgrímsson vitnar til um tilgang þjóðfundar. Tilgangurinn var ekki að skapa plagg fyrir ríkisstjórnina, svo hún geti í skjóli þess afhent Ísland til EU eins og nú er verið að gera.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.10.2012 kl. 03:49

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú virðist algerlega að vera að misskilja þetta með stjórnarskránna.

Henni er ekki verið að breyta til að auðvelda inngöngu okkar inn í ESB. Þetta er ekki ESB stjórnarskrá.

Þetta er ekki samfylkingar og vinstri grænna samsæri.

Skilgreining fólks á 111. greininni er alveg út í hróa hött, og gerir hún ríkisstjórnum erfiðara, ef eitthvað, að þröngva okkur inn í samtök eins og ESB.

Mér þykir fólk vera farið að taka þessa umræðu einum of langt. Það var einn um daginn sem var alveg sannfærður um það að samfylkingin myndi samþykkja breytingarnar á stjórnarskrá, falsa niðurstöður kosninganna næst, bara til þess að samþykkja aftur, þröngva okkur inn í ESB og bíða í fjögur ár eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er þetta ekki komið nóg?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.10.2012 kl. 08:24

12 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Það eru mun fleiri atriði en 111. gr út af fyrir sig. Lögmannafélagið var með efnislegar athugasemdir við 30 greinar og þingmenn við fjölda annarra greina. Þú lítur fram hjá skerðingu þjóðaratkvæðis, sem verið er lauma inn í stjórnarskrá. Þá má ekki kjósa um þjóðréttarsamninga, sem gerir þá "vörn" 111. gr haldlausa.

Nóg komið hvað? Vilt þú að Ísland verði hluti af ESB?

Lestu grein mína í Morgunblaði dagsins í dag. Þar útskýri ég málin betur.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.10.2012 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband